Stikilberja-Finnur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stikilberja-Finnur (e. Adventures of Huckleberry Finn) er skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Mark Twain. Bókin kom fyrst út í Bretlandi í desember árið 1884 en í Bandaríkjunum í febrúar árið 1885. Bókin er talin á meðal merkustu skáldsagna í sögu bandarískra bókmennta.

Sagan er sögð í fyrstu persónu en sögumaðurinn er Stikilberja-Finnur, vinur Tuma litla sem er sögumaður bókarinnar Sagan af Tuma litla, sem er annað ritverk eftir Mark Twain. Sagan gerist skömmu fyrir Þrælastríðið og annar vinur Stiklaberja-Finns í sögunni er þræll á flótta.

Stikilberja-Finnur og ævintýri hans kom út í íslenskri þýðingu Kristmundar Bjarnasonar árið 1945.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.