Fara í innihald

Trúleysi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sterkt trúleysi)
Ludwig Feuerbach taldi trúna vera mannlega uppfinningu og að hlutverk hennar væri að uppfylla óskir fólks.

Trúleysi er sú afstaða að trúa ekki á yfirnáttúrulegar verur eða öfl, þar með talda guði. Orðið „trúleysi“ er stundum notað sem samheiti fyrir orðið „guðleysi“, þótt það síðarnefnda útiloki ekki endilega trú á yfirnáttúru aðra en guði.

Stundum er gerður greinarmunur á sterku og veiku trúleysi. Veikt trúleysi felur þá í sér að trúa ekki á tilvist æðri máttarvalda, svo sem guðs eða guða, en sterkt trúleysi felur í sér sannfæringu um að æðri máttarvöld séu ekki til[1] eða að fullyrðingar um guð séu beinlínis merkingarlausar.

Sterkt og veikt trúleysi

[breyta | breyta frumkóða]

Heimspekingar á borð við Antony Flew[2] og Michael Martin hafa greint á milli sterks og veiks trúleysis.[3] Sterkt trúleysi er fólgið í þeirri skoðun að guð eða æðri máttarvöld séu ekki til. Veikt trúleysi er fólgið í öllu öðru guðleysi, allt frá þeirri skoðun að það sé ekki hægt að vita neitt um tilvist guðs til þess að hafa ekki velt fyrir sér hvort guð sé til eða ekki til. Samkvæmt þessari flokkun eru allir þeir trúleysingjar — annaðhvort veikir eða sterkir trúleysingjar — sem eru ekki beinlínis guðstrúar. Þannig mætti samkvæmt þessum greinarmuni skipta öllu fólki í tvo hópa, annars vegar þá sem trúa á guð eða guði og hins vegar þá sem hafa ekki guðstrú (eru ekki þeirrar skoðunar að guð eða guðir séu til); Þeir fyrrnefndu eru þá trúaðir en þeir síðarnefndu trúleysingjar. Síðari hópnum —trúleysingjum — er svo skipt í tvennt, þannig að veikir trúleysingjar eru þeir sem hafa ekki þá skoðun að guð sé til en eru ekki endilega heldur þeirrar skoðunar að guð sé ekki til; en sterkir trúleysingjar eru þeir sem hafa ekki þá skoðun að guð sé til en hafa á hinn bóginn þá skoðun að guð sé ekki til.

Orðanotkunin veikt og sterkt trúleysi er tiltölulega ný af nálinni. Samsvarandi skipting í jákvætt og neikvætt trúleysi hefur stundum verið notuð í heimspeki.

Gegn sterku trúleysi er stundum sagt að ef ekki er hægt að vita hvort guð er til eða ekki, þá sé trúleysi líka eins konar trú. Gegn því benda trúleysingjar gjarnan á að ekki allar staðhæfingar séu jafn sennilegar og það eigi við um staðhæfingar um tilvist guðs. Af þessum sökum kjósa sumir trúleysingjar, eins og Richard Dawkins, að greina á milli guðstrúar, veiks trúleysis og sterks trúleysis eftir því hversu sennileg viðkomandi telur að staðhæfingin „Guð er til“ sé.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver er skilgreiningin á trúleysingja?“. Vísindavefurinn 11.5.2001. http://visindavefur.hi.is/?id=1589[óvirkur tengill]. (Skoðað 24.4.2007).
  2. Flew (1976): 14 o.áfr.
  3. Sjá einnig Eyju Margréti Brynjarsdóttur. „Hver er skilgreiningin á trúleysingja?“. Vísindavefurinn 11.5.2001. http://visindavefur.hi.is/?id=1589[óvirkur tengill]. (Skoðað 22.4.2008).
  4. Dawkins (2006): 50.

Heimildir og frekari fróðleikur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Baggini, Julian. Atheism: A Very Short Introduction (Oxford: Oxford University Press, 2003). ISBN 0-19-280424-3
  • Berman, David. A History of Atheism in Britain: From Hobbes to Russell (London: Routledge, 1990). ISBN 0-415-04727-7
  • Buckley, M.J. At the Origins of Modern Atheism (New Haven, CT: Yale University Press, 1990). ISBN 0-300-04897-1
  • Dawkins, Richard. The GOD Delusion (New York: Houghton Mifflin, 2006). ISBN 0-618-68000-4
  • Flew, Antony. „The Presumption of Atheism“ í The Presumption of Atheism and other Philosophical Essays on God, Freedom, and Immortality (New York: Barnes and Noble, 1976).
  • Gaskin, J.C.A. (ritstj.). Varieties of Unbelief: From Epicurus to Sartre (New York: Macmillan, 1989). ISBN 0-02-340681-X
  • Harris, Sam. Letter to a Christian Nation (Alfred A Knopf, 2006). ISBN 0-307-26577-3
  • Harris, Sam. The End of Faith: Religion, Terror, and the Future of Reason (New York: W.W. Norton, 2004). ISBN 0-393-32765-5
  • Hitchins, Cristopher. God is not Great: How Religion Poisons Everything (New York: Twelve, 2007). ISBN 0-446-57980-7
  • Krueger, D.E. What is Atheism?: A Short Introduction (New York: Prometheus, 1998). ISBN 1-57392-214-5
  • Mackie, J.L. The Miracle of Theism: Arguments For and Against the Existence of God (Oxford: Oxford University Press, 1982). ISBN 0-19-824682-X
  • Martin, Michael (ritstj.). The Cambridge Companion to Atheism (Cambridge: Cambridge University Press, 2006 [2007]). ISBN 0-521-60367-6
  • Martin, Michael. The Case Against Christianity (Philadelphia: Temple University Press, 1991). ISBN 1-56639-081-8
  • Mills, David. Atheist Universe: The Thinking Person's Answer to Christian Fundamentalism (Berkeley, CA: Ulysses Press, 2006). ISBN 1-56975-567-1
  • Nielsen, Kai Atheism & Philosophy (Amherst, NY: Prometheus Books, 2005). ISBN 1-59102-298-3
  • Rowe, William L. „Atheism“ hjá Edward Craig (ritstj.) Routledge Encyclopedia of Philosophy (London: Routledge, 1998).
  • Sharpe, R.A. The Moral Case Against Religious Belief (London: SCM Press, 1997). ISBN 0-334-02680-6
  • Smith, George. Atheism: The Case Against God (1974). ISBN 0-87975-124-X
  • Stenger, Victor J. God: the Failed Hypothesis. How Science Shows That God Does Not Exist (Amherst, NY: Prometheus Books, 2007). ISBN 978-1-59102-481-1
  • Thrower, James A Short History of Western Atheism (London: Pemberton, 1971). ISBN 0-301-71101-1
  • Walters, Kerry. Atheism: A Guide for the Perplexed (New York: Continuum, 2010). ISBN 0-8264-2493-7
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.