Fara í innihald

Sterk beyging

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sterkt lýsingarorð)

Sterk beyging (skammstafað sem s.b.) er hugtak í málfræði.

Sterk beyging í íslensku

[breyta | breyta frumkóða]

Sterk beyging sagna

[breyta | breyta frumkóða]

Sagnorð hafa ýmist veika eða sterka beygingu. Veikar sagnir (skammstafað sem v.s.) hafa endinguna -ði-, -di-, -ti í þátíð eintölu 1. persónu (t.d. ég elskaði, ég faldi, ég henti). Flest sagnorð í íslensku hafa veika beygingu.[1]

  • Dæmi: Ég keyrði (veik sögn) börnin í skólann.
  • Dæmi: Ég lamdi (veik sögn) hann óvart þegar hann gekk inn.
  • Dæmi: Hann veit að ég sótti (veik sögn) bókina.

Sterkar sagnir (skammstafað sem st.s.) hinsvegar eru endingarlausar í þátíð 1. persónu eintölu. Sterkar sagnir eru aðeins eitt atkvæði.[1]

  • Dæmi: Ég svaf (sterk beyging) frameftir.
  • Dæmi: Ég leit (sterk beyging) upp í tréð.
  • Dæmi: Ég sá (sterk beyging) mömmu bíða eftir mér.

Sterk beyging lýsingarorða

[breyta | breyta frumkóða]

Lýsingarorð sem er veikbeygt endar á sérhljóða í öllum föllum, bæði í eintölu og fleirtölu og standa oftast með nafnorði með ákveðnum greini.[1] Hins vegar hafa lýsingarorð sem standa með nafnorðum án greinis oftast sterka beygingu.

  • Dæmi: Skemmtilega konan. (veik beyging)
  • Dæmi: Skemmtileg kona. (sterk beyging)
  • Dæmi: Fagri skógurinn. (veik beyging)
  • Dæmi: Fagur skógur. (sterk beyging)
  • Dæmi: Ég þekki fallega manninn. (veik beyging)
  • Dæmi: Ég þekki fallegan mann. (sterk beyging)

Sterk beyging nafnorða

[breyta | breyta frumkóða]

Nafnorð eru veik þegar þau enda á sérhljóða í öllum föllum í eintölu með óákveðnum greini en það virkar ekki með kvenkynsnafnorð sem enda á samhljóða í þolfalli og þágufalli. Sterk nafnorð enda alltaf á samhljóða (oftast s) í eignarfalli nema kvenkynsnafnorð.

  • Dæmi: Kona, um konu, frá konu, til konu. (veik beyging)
  • Dæmi: Maður, um mann, frá manni, til manns. (sterk beyging)
  • Dæmi: Barn, um barn, frá barni, til barns. (sterk beyging)
  • Dæmi: Latína, um latínu, frá latínu, til latínu (veik beyging)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Hugtakaskýringar - Málfræði