Steinunn Kristín Þórðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Steinunn Kristín Þórðardóttir

Steinunn Kristín Þórðardóttir (Steinunn Kristin Thordardottir), fædd 9. apríl 1972 í Reykjavík, er framkvæmdastjóri Glitnis banka í London, og varamaður í stjórn Glitnir Bank ASA í Noregi[1] og Glitnis sjóða á Íslandi[2]. Hún situr einnig í framkvæmdastjórn Bresk-íslenska viðskiptaráðsins[3] og er ennfremur í stjórn óháðu þróunar og mannúðarsamtakanna, ICEAID[4].

Steinunn útskrifaðist með BA gráðu í alþjóðaviðskiptum og stjórnmálum frá University of South Carolina 1995 og hlaut síðan MBA gráðu frá Thunderbird School of Global Management í Arizona 1999.

Steinunn starfaði í eignastýringardeild Glitnis (þá Íslandsbanka) frá 1995-97 og síðan í alþjóðadeild bankans en fór síðan til starfa hjá Enron Corporation í Bandaríkjunum og Evrópu.

Steinunn sneri aftur til Íslands 2001 og var ráðin á alþjóðasvið Glitnis (þá Íslandsbanka), og varð í ágúst 2003 forstöðumaður alþjóða lánveitinga. Í nóvember 2005 var Steinunn síðan útnefnd framkvæmdastjóri Gliltnis banka í Bretlandi og suður Evrópu, fyrst kvenna til að stýra íslenskri fjármálastofnun erlendis[5].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]