Steinunn Helga Lárusdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steinunn Helga Lárusdóttir
Fædd12. mars 1949
StörfPrófessor emerita í menntastjórnun við Háskóla Íslands

Steinunn Helga Lárusdóttir (f. 12. mars 1949) er prófessor emerita í menntastjórnun við Háskóla Íslands.[1]

Menntun og starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Steinunn Helga lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þá lauk hún kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1975, M.Ed.-prófi í menntastjórnun frá Háskólanum í Illinois, Urbana-Champaign árið 1982 og doktorsprófi í stjórnun menntastofnana frá Lundúnaháskóla 2008.[2] Doktorsritgerð hennar, “Leadership, values and gender: a study of Icelandic head teachers”[3] fjallar um gildi skólastjóra og áhrif sem þau hafa á athafnir þeirra, einkum í erfiðum aðstæðum.[4] Fyrir ritgerðina hlaut Steinunn Helga önnur verðlaun í ritgerðarsamkeppni BELMAS samtakanna (The British Educational Leadership, Management and Administration Society), árið 2009.

Steinunn Helga hefur gegnt ýmsum störfum, innan og utan háskólasamfélagsins. Á árunum 1984-1988 vann hún hjá Ríkisútvarpinu við dagskrárgerð og beinar útsendingar, svo sem við fjölfræðaþáttinn Torgið, þættina Fræðasvið og fræðastörf, Málið og meðferð þess, Konur og ný tækni. Hún flutti einnig pistla um menntamál. Steinunn Helga var skólastýra Æfingaskóla Kennaraháskólans 1989-1998. Hún nam matsfræði við Lundúnaháskóla 1997-1998 og hélt í kjölfarið fjölda námskeiða og fyrirlestra um sjálfsmat skóla víða um land og í Finnlandi og Tékklandi. Hún var verkefnisstjóri í mati á skólastarfi við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur árið 1998.[5]

Rannsóknir[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknir Steinunnar Helgu hafa einkum beinst að skólastjórnun, jafnrétti í skólastarfi og kyngervi.[6] Hún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa í íslenskum og erlendum ritum.[7] Hún hefur, ásamt Berki Hansen og Ólafi H. Jóhannssyni, rannsakað störf skólastjóra við grunnskóla í aldarfjórðung. Þessar rannsóknir veita meðal annars innsýn í það hvernig skólastjórar í grunnskólum verja tíma sínum og hvernig þeir vildu verja honum.[8][9] Síðasta rannsóknin af þessum toga var gerð árið 2017 og þá var einnig könnuð afstaða skólastjóra til mikilvægra gilda sem tengjast skólastarfi.[8]

Á síðustu árum hefur Steinunn Helga kannað viðhorf millistjórnenda (deildarstjóra, fagstjóra og fleiri) til starfs síns og áherslu skólastjóra og deildarstjóra við grunnskóla á kennslufræðilega forystu. Greinar um þessar rannsóknir hafa birst bæði á Íslandi og erlendis.[10][11][12] Steinunn Helga hefur einnig rannsakað kynjajafnrétti í skólum. Hún rannsakaði viðhorf kennara og stjórnenda til kynjajafnréttis, meðal annars á Menntavísindasviði og skrifaði um það tvær greinar ásamt Guðnýju Guðbjörnsdóttur.[13][14] Á árunum eftir hrun kannaði hún áhrif efnahagskreppunnar á skóla í tveim sveitarfélögum ásamt samstarfsfólki sínu í Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi.[15][16]

Ýmis störf og verkefni[breyta | breyta frumkóða]

Steinunn Helga var formaður FUM, Félags um menntarannsóknir í fjögur ár[17] og skipulagði m. a. tvær ráðstefnur með erlendum fyrirlesurum á því tímabili.[18] Hún stofnaði Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi Geymt 5 ágúst 2019 í Wayback Machine[19], sat í stjórn stofunnar frá upphafi og gegndi formennsku 2013-2017.[20] Steinunn Helga sat einnig í stjórn Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun frá stofnun hennar 2010-2015.[21]

Steinunn Helga hefur tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi fræðimanna og starfenda, skipulagt ráðstefnur og haft forgöngu um heimsóknir fjölda erlendra fræðimanna til landsins. Hún var í stjórn og gegndi einnig formennsku í ENIRDELM samtökunum, European Network for Improving Research and Development in Educational Leadership and Management.[18] Hún var í kennsluráði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands,[22] fastanefnd Menntavísindasviðs um meistaranám,[23] varabrautarstjóri á námsbraut um Menntastjórnun og matsfræði og í jafnréttisnefnd KHÍ 2005-2008, síðar Menntavísindasviði Háskóla Íslands.[24][1]

Æska og einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Steinunnar Helgu voru Vilborg Stefánsdóttir, húsmóðir, frá Litla-Hvammi í Mýrdal (1921-2009) og Lárus Jónsson, bókari, (1918-1988). Fósturfaðir Steinunnar Helgu var Jón Kjartansson, alþingismaður og sýslumaður í Vestur-Skaftafellssýslum. Steinunn Helga ólst upp í Mýrdal en flutti til Reykjavíkur á unglingsárum. Steinunn Helga á eina dóttur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Steinunn Helga Lárusdóttir. Prófessor. Steinunn Helga“. Sótt 5. ágúst 2019.
  2. Steinunn Helga Lárusdóttir. Prófessor. Menntun. Sótt 5. ágúst 2019.
  3. Skrá um doktorsritgerðir. Steinunn Helga Lárusdóttir. Sótt 5. ágúst 2019.
  4. Lárusdóttir, S. H. (2014). Educational leadership and market values: A study of school principals in Iceland. Educational Management Administration & Leadership, 42(4S), 83-103.
  5. Steinunn Helga Lárusdóttir. Prófessor. Starfsferill. Sótt 5. ágúst 2019.
  6. Vísindavefurinn. (2018). Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað? Sótt 5. ágúst 2019.
  7. Steinunn Helga Lárusdóttir. Prófessor. Ritaskrá. Sótt 5. ágúst 2019.
  8. 8,0 8,1 „Börkur Hansen og Steinunn H. Lárusdóttir. (2018). Grunnskólastjórar á öndverðri 21. öld: Hlutverk og gildi. Tímarit um uppeldi og menntun / Icelandic Journal of Education, 27(2), 111−133“.
  9. Börkur Hansen og Steinunn H. Lárusdóttir (2014). Stjórnun og skipulag. Í Gerður G. Óskarsdóttir (ritstjóri), Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar. (bls. 87-112) Reykjavík: Háskólaútgáfan.
  10. Lárusdóttir, S. H. & O´Connor, E. (2017). Distributed leadership and middle leadership practice in schools: a disconnect? Irish Educational Studies.
  11. Börkur Hansen og Steinunn H. Lárusdóttir. (2016). Störf deildarstjóra í grunnskólum - verkefni og áherslur Geymt 5 ágúst 2019 í Wayback Machine. Netla-Veftímarit um uppeldi og menntun.
  12. Hansen, B. & Lárusdóttir, S. H. (2015). Instructional leadership in compulsory schools in Iceland and the role of school principals. Scandinavian Journal of Educational Research, 59(5), 583-603.
  13. Guðný Guðbjörnsdóttir og Steinunn H. Lárusdóttir, (2017). Hvernig er tekið á fræðslu um kynjajafnrétti í skólum? Athugun á viðhorfum, þekkingu og áhuga skólastjóra þriggja skólastiga Geymt 5 ágúst 2019 í Wayback Machine. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun.
  14. Guðný Guðbjörnsdóttir og Steinunn H. Lárusdóttir. (2012). “Þotulið” og “setulið” Kynjajafnrétti og kennaramenntun Geymt 5 ágúst 2019 í Wayback Machine. Netla-Veftímarit um uppeldi og menntun.
  15. Steinunn H. Lárusdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Arna H. Jónsdóttir, Börkur Hansen og Guðný Guðbjörnsdóttir. (2015). Efnahagshrunið og skólastarf í Reykjavík Geymt 5 ágúst 2019 í Wayback Machine. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun.
  16. Sigurlína Davíðsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Anna Kristín, Sigurðardóttir, Arna H. Jónsdóttir, Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn H. Lárusdóttir. (2012). Efnahagshrunið og skólastarf í tveimur íslenskum sveitarfélögum: Skólakreppa? Geymt 5 ágúst 2019 í Wayback Machine Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun.
  17. Félag um menntarannsóknir. Sótt 5. ágúst 2019.
  18. 18,0 18,1 „Steinunn Helga Lárusdóttir. Prófessor. Heimsóknir og samstarf við erlenda fræðimenn“. Sótt 5. ágúst 2019.
  19. Menntavísindastofnun. Rannsóknarstofa stofnuð Geymt 5 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 5. ágúst 2019.
  20. Háskóli Íslands. Rannsóknarstofur. Sótt 5. ágúst 2019.
  21. Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun (RannKYN). Stjórn Geymt 5 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 5. ágúst 2019.
  22. Háskóli Íslands. Kennslumiðstöð. (2014). Fréttir af fræðasviðum Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Menntavísindasvið[óvirkur tengill]. Fréttablað Kennslumiðstöðvar, 3(1), bls. 35. Sótt 5. ágúst 2019.
  23. Háskóli Íslands. (2015). Skipan í starfsnefndir við MVS. Sótt 5. ágúst 2019.
  24. Vísindavefurinn. (2018). Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað? Sótt 5. ágúst 2019.