Steindafræði
Útlit
Steindafræði er undirgrein jarðfræðinnar sem fæst við rannsóknir á efnafræði, kristalbyggingu og eðliseiginleikum (þ.á m. ljósfræði) steinda. Þau ferli sem stuðla að myndun og eyðingu steinda eru einnig meðal viðfangsefna steindafræðinnar. Þeir sem leggja stund á greinina kallast steindafræðingar. Georg Agricola er álitinn upphafsmaður steindafræðinnar.
Frá árinu 2004 eru yfir 4.000 tegundir steinda viðurkenndar af alþjóðasteindarfræðisamtökunum (IMA). Af þessum steindum eru 150 taldar vera algengar en aðrar 50 sagðar koma einstöku sinnum fyrir. Afgangurinn flokkast til mjög sjaldgæfra steinda.