Fara í innihald

Steind

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Steinaríki)
Labradorít feldspat flokkast sem Plagíóklas

Steind, steinefni eða steintegund er í steindafræði náttúrlegt efnasamband sem myndast við jarðfræðilegt ferli. Hugtakið nær ekki aðeins yfir efnasamsetningu heldur einnig yfir uppbyggingu. Samsetning steinda getur verið allt frá hreinum frumefnum og einföldum söltum, allt upp í flókin silíköt sem geta haft þúsundir þekktra afbrigða (lífræn sambönd eru venjulega undanskilin). Bergtegundir eru flokkaðar eftir því hvernig steindir þær hafa að geyma.

Steindir eru alltaf með sömu efnasamsetningu og jafna kristallauppbyggingu sem endurtekur sig í það óendanlega.

Í steindafræði er steind skilgreind sem efni sem er náttúrulegt, á föstu formi, með skipulagða röðun frumeinda, einsleitt, með ákveðna efnasamsetningu og yfirleitt mynda í ólífrænum ferlum. Með skipulagðri röðun frumeinda er átt við að frumeindir eða sameindir efnisins raði sér í skipulagða, þrívíða grind (kristalgrind). Ef eindir efnis mynda kristalgrind er talað um að efnið sé kristallað. [1]

Algengar steindir í íslensku bergi

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Steindir (Stjörnufræðivefurinn)