Steinþór Pálsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steinþór Pálsson er viðskiptafræðingur og var bankastjóri Landsbankans frá 2010-2016 en hann tók við starfinu af Ásmundi Stefánssyni.

Steinþór er viðskiptafræðingur að mennt og með MBA gráðu. Hann hóf störf hjá Actavis í apríl 2002, sem framkvæmdastjóri Actavis á Möltu. Hann stýrði þar þróun og endurbyggingu verksmiðjunnar og þróunarsetursins á Möltu. Eftir að hann lét af störfum hjá Landsbankanum hóf hann störf hjá KPMG endurskoðun.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.