Steggjun
Útlit
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Steggjun eða gæsun er athöfn sem oft er gerð stuttu fyrir brúðkaup þar sem vinir eða ættingjar tilvonandi brúðhjóna koma þeim sem eru að fara að gifta sig á óvart og fara í alls konar leiki eða gera eitthvað sambærilegt því. Almennt er talað um að karlmenn séu steggjaðir en konur séu gæsaðar. Þeir karlmenn sem taka þátt í steggjun eru kallaðir steggir en það er heiti yfir karlkyns endur, konur sem taka þátt í gæsun eru kallaðar gæsir eftir samnefndri fuglategund.