Fara í innihald

Steggjun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steggjun eða gæsun er athöfn sem oft er gerð stuttu fyrir brúðkaup þar sem vinir eða ættingjar tilvonandi brúðhjóna koma þeim sem eru að fara að gifta sig á óvart og fara í alls konar leiki eða gera eitthvað sambærilegt því. Almennt er talað um að karlmenn séu steggjaðir en konur séu gæsaðar. Þeir karlmenn sem taka þátt í steggjun eru kallaðir steggir en það er heiti yfir karlkyns endur, konur sem taka þátt í gæsun eru kallaðar gæsir eftir samnefndri fuglategund.