Fara í innihald

Stefán Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stefán Gunnarsson (um 1550 – eftir 1624) var skólameistari í Skálholtsskóla og síðan ráðsmaður Skálholtsstaðar í um 40 ár.

Stefán var launsonur Gunnars Gíslasonar, klausturhaldara á Víðivöllum í Blönduhlíð og Hólaráðsmanns, og hálfbróðir Sólveigar kvennablóma, konu Arngríms Jónssonar lærða. Hann var skólameisatri í Skálholti 1575-1579 en varð síðan Skálholtsráðsmaður og gegndi því starfi allt til 1619.

Hann tók við ráðsmannsstöðunni af Gísla Sveinssyni og giftist ekkju hans, Guðrúnu, dóttur Gísla Jónssonar biskups. Þau áttu tvö börn en einnig átti Stefán soninn Jón, sem var prestur á Mosfelli.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Skólameistararöð í Skálholti". Norðanfari, 57.-58. tölublað 1880“.