Fara í innihald

Staðarmarkaðssetning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðarmarkaðssetning snýst oft um að kynna staðartákn eins og Eiffelturninn í París.

Staðarmarkaðssetning er markaðssetning tiltekins staðar, lands, borgar, hverfis, sveitar eða héraðs, í þeim tilgangi að laða að ferðamenn, fjárfesta eða viðskipti. Staðarmarkaðssetning er áberandi þegar borgir keppa sín á milli um hýsingu tiltekinna viðburða á borð við Ólympíuleikana.

Staðarmarkaðssetning er oft erfið vegna þess hve margir hagsmunaaðilar þurfa að koma að mótun hennar. Ef ekki næst samstaða um aðferðir og framsetningu missir hún auðveldlega marks.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.