Stafrænt valkall
Útlit
Stafrænt valkall (enska: digital selective calling eða DSC) er staðall fyrir útsendingu fyrirfram skilgreindra skilaboða með talstöð á miðbylgjutíðni (MF), hátíðni (HF) eða metrabylgju (VHF). Stafrænt valkall er hluti af GMDSS-staðlinum um öryggisfjarskipti á sjó.
Tæki sem senda út stafrænt valkall eru með MMSI-einkennisnúmer skipsins í minni og geta auk þess tengst GPS-nema til að senda út sjálfvirka staðarákvörðun. Með stafrænu valkalli er hægt að senda og áframsenda neyðarkall með einföldum og stöðluðum hætti. Margar talstöðvar eru í dag með sérstakan hnapp (yfirleitt rauðan hnapp með stöfunum „DSC“) sem hægt er að halda inni til að senda út stafrænt neyðarkall með einkennisnúmeri og staðarákvörðun.