Fara í innihald

Stafrænt valkall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjórnborð fyrir stafrænt valkall með VHF-stöð.

Stafrænt valkall (enska: digital selective calling eða DSC) er staðall fyrir útsendingu fyrirfram skilgreindra skilaboða með talstöð á miðbylgjutíðni (MF), hátíðni (HF) eða metrabylgju (VHF). Stafrænt valkall er hluti af GMDSS-staðlinum um öryggisfjarskipti á sjó.

Tæki sem senda út stafrænt valkall eru með MMSI-einkennisnúmer skipsins í minni og geta auk þess tengst GPS-nema til að senda út sjálfvirka staðarákvörðun. Með stafrænu valkalli er hægt að senda og áframsenda neyðarkall með einföldum og stöðluðum hætti. Margar talstöðvar eru í dag með sérstakan hnapp (yfirleitt rauðan hnapp með stöfunum „DSC“) sem hægt er að halda inni til að senda út stafrænt neyðarkall með einkennisnúmeri og staðarákvörðun.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.