Fara í innihald

Stafræn borgaravitund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maður ber ábyrgð á því sem skrifað er á netið.

Stafræn borgaravitund (e. digital citizenship) er að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingaverða hegðun þegar tækni er notuð eða þegar tekið er þátt í stafrænu umhverfi. Hún er víðtækari en almennar siðareglur í tölvupóstsamskiptum og snýst um að forðast ritstuld, hvernig á að finna og meta upplýsingar, virða höfundarétt, vernda persónuupplýsingar, örugga netnotkun, og vita hvernig á að takast á við neteinelti.

Við erum að undirbúa nemendur til þrífast á 21. öldinni. Stafræn borgaravitund, með áherslu á bæði siðferðilega hegðun og öryggi, er lykilþáttur í að kenna nemendum að nota stafræna tækni til að nemendur nýti sem best möguleika sína í námi.

Skilgreining

[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að skipta stafræn borgaravitund í níu þætti:

  1. Aðgengi — Full þátttaka í stafrænu samfélagi. Til að tryggja öllum nemendum þessi grunn mannréttindi þarf að hafa í huga sama tækni hentar ekki öllum. Það þarf að hafa í aldur notandans í huga og taka tillit til fötlunar sé hún til staðar. Nemandi sem er sjónskertur/blindur getur ekki nýtt sér allt það sama og heilbrigður nemandi og getur þá þurft að velja tæki sem hentar honum.
  1. Verslun — Kaup og sala á netinu. Ólöglegt niðurhal, fjárhættuspil.
  2. Samskipti —Rafræn umferð upplýsinga.
  3. Læsi — Þekking á því hvenær og hvernig viðeigandi er að nota stafræna tækni. Miðlalæsi.
  4. Siðfærði — Siðgæðisvitund sem búist er við af notendum stafrænnar tækni. Neteinelti.
  5. Lög og reglur — Lög og reglur sem gilda um tækninotkun. Auðkennisþjófnaður, ólöglegt niðurhal.
  6. Réttindi og ábyrgð — Réttindi og frelsi sem notendur stafrænnar tækni hafa og þær væntingar um ábyrga hegðun sem fylgja því. Réttur barna til verndar gegn skaðlegu efni, friðhelgi einkalífs, Við berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum.
  7. Heilsa og velferð — Líkamleg og sálræn heilsa í tengslum við notkun stafrænnar tækni. Tölvunotkun getur valdið álagi á líkamann, netávani.
  8. Öryggi — Varúðarráðstafanir sem hver og einn notandi þarf að gera til að tryggja öryggi sitt. Netsíur, Facebook ekki fyrir yngri en 13 ára.