Stúlka með perlueyrnalokk
Útlit
Stúlka með perlueyrnalokk (hollenska: Meisje met de parel) er olíumálverk eftir hollenska gullaldar listmálarann Johannes Vermeer (1632-1675) og var málað um 1665. Verkið hefur gengið undir ýmsum nöfnum í áranna rás, það hefur verið þekkt undir núverandi nafni þess síðan í lok 20. aldar eftir stóra perlueyrnalokknum sem stúlkan er með á málverkinu. Verkið hefur verið í Mauritshuis í Haag síðan 1902 og hefur verið umfjöllunarefni ýmissa bókmennta. Árið 2006 valdi hollenskur almenningur verkið sem fallegasta málverk Hollands.