Stöðutaka
Útlit
Stöðutaka er hugtak í viðskiptafræðum sem er haft um það að taka stöðu gegn einhverju í von um gróða, og er oftast notað í sambandi við gjaldmiðla.
Stöðutaka gegn íslensku krónunni
[breyta | breyta frumkóða]- Í janúar árið 2008 var íslenskur áheyrandi að samtali alþjóðlegra vogunarsjóðsstjóra á 101 Hótel í miðbæ Reykjavíkur. Þeir voru sagðir hafa verið að ræða það sín á milli að þeir ætluðu í stöðutöku gegn íslensku krónunni. Financial Times hafði það svo eftir Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra FME, að verið væri að rannsaka hvort vissir aðilar hefðu kerfisbundið komið af stað neikvæðum og röngum orðrómi um íslenska banka og fjármálalíf í því skyni að hagnast. [1] Engar niðurstöður liggja enn fyrir.
- Rétt eftir fall bankanna og krónunnar á Íslandi í september 2008 var orðrómur uppi um að Novator hafi staðið í stórtækri krónuverslun frá London og halað inn milljarða á krónufallinu sem þá varð. Í sumum útgáfum var talað um tugi milljarða. [2] Ekkert hefur fengist uppi um hvort satt reyndist eða hvort um tilhæfulausan orðróm var að ræða.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Viðskiptablaðið[óvirkur tengill]
- ↑ „Eyjan - orðið á götunni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. október 2008. Sótt 7. desember 2008.