Stílbrot
Útlit
Stílbrot er þegar skyndilega er skipt um stíltegund. Oftast er það til lýta. Stundum eru stílbrot þó notuð af rithöfundum til að ná fram vissum áhrifum og jafnvel stugga við lesanda eða áheyranda. Til þess þarf töluverða færni.
Hér eru þrjú dæmi um stílbrot af verri endanum og eru þau auðkennd með breyttu letri:
- 1. Eyru mín fýsir að hlýða á mjúka og blæfagra rödd þína, augu mín girnast að virða fyrir mér fegurð þína og tign, og kjaftinn á mér langar til að tilbiðja þig í orðum.
- 2. Vér Íslendingar strengjum þess heit á þessum hátíðisdegi, að klífa skulum vér þrítugan hamarinn til þess að land vort verði aldrei fært í fjötra áþjánar og ófrelsis. Það er stefna okkar.
- 3. Ég er staublankur. Hvern eigum við að slá? Ég meina, þessi andskotans vibbi er óþolandi. En nú veit ég það! Við hjólum í Sigga. Jafnan er hann féríkur. Látum hann blæða.