Stálhákarlarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bob Moran Nr. 17

Stálhákarlarnir er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Geigvænlegur flokkur illvirkja veldur ógnum og skelfingu á skipaleiðum. Um miðja nótt birtast þeir um borð í farþegaskpunum, án þess að menn geti gert sér grein fyrir, hvaðan þeir koma. Þeir ræna, rupla og jafnvel myrða fólk og hverfa svo á jafn fularfullan hátt og þeir komu. Lögregla allra landa er á höttunum eftir þeim, en allar rannsólnir hennar eru árangurslausar. Og svo er það dag nokkurn, að Bob Moran, sem er á leið frá Honolulu til San Francisco fellur einnig í hendur þessara ræningja og er skilinn eftir sem dauður á gólfinu í skipsklefa sínum. Þegar hann kemur til sjálfs sín á sjúkrahúsinu, minnist hans þess að hafa séð andlit glæpaforingjans, og verður það á að skýra frá því. Þá byrjar fyrir hann hættuleg röð ævintýra, sem leiða hann frá San Francisco til Sydney og því næst frá Sydney til Singapore og þaðan til eyði-kóraleyjar í Kyrrahafinu. Marg oft telur Bob daga sína talda. En samt sem áður ber hann sigur af hólmi yfir óvinum sínum, en hversu milkar þjáningar og grimmilega bardaga hefur það ekki kostað hann.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Bob Moran, Rex Holliday, Al Lewison, Lawnson liðsforingi, Doctor Fuchs, Edward O'Brien, Lemúel Stocker/maðurinn með slýgrænu augun/Earl Bennet, Frank Reeves

Sögusvið[breyta | breyta frumkóða]

Kyrrahafið - San Francisco í Bandaríkjunum - Sydney í Ástralíu - Kóralrif í Kyrrahafinu - Flórída í Bandaríkjunum

Bókfræði[breyta | breyta frumkóða]

  • Titill: Stálhákarlarnir
  • Undirtitill: Drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Les requins d'acier
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1955
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1968