Stálöndin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stálöndin er ofurhetja í Andrésar Andar-sögunum, og er í raun Andrés Önd sjálfur í dulbúningi. Stálöndinni bregður oftast fyrir í Syrpum.

Andrés Önd er persóna sem flest allir þekkja, en ekki alveg jafn margir þekkja persónuna sem hann verður þegar hann fer inn í skápinn sinn. Í skápnum hans er takki og ef hann ýtir á þann takka virkar skápurinn hans eins og lyfta og flytur hann niður í fylgsnið sitt þar sem hann geymir leynivopnin sín, grímur af ýmsum Andabæingum og búninginn sinn. Leynivopnin hans útvegar Georg gírlausi og hefur hann einnig breytt bílnum hans Andrésar þannig að í honum eru líka leynivopn og getur hann flogið. Margar persónur í Andrés Önd hafa uppgötvað leyndarmál hans en hann hefur alltaf fundið leið til að láta hvern sem fattar leyndarmálið hans gleypa einn gleymskumola, en þeir þurka út skammtímaminnið. Stálöndin kom fyrst fram árið 1969 og síðan þá hafa margar aðrar sögur komið um þessa önd sem líkist ekki að neinu leiti hinum óheppna Andrési Önd.