Squarepusher

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Squarepusher er breskur tónlistarmaður sem heitir réttu nafni Thomas Jenkinson. Hann er á samningi hjá breska útgáfufyrirtækinu Warp Records.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Thomas Jenkinson fæddist í Chelmsford í Essex í Bretlandi og gekk í King Edward VI Grammar School þar. Hann lærði sjálfur á bassa, gítar og trommur og hóf snemma að fikta við trommuheila (Boss DR-660) og hljóðgervla (Akai S950 og S6000). Seinna meir notaðist hann við Reaktor og Eventide Orville forritin fyrir einkatölvur.

Thomas hefur gefið út undir öðrum nöfnum en Squarepusher m.a. „Duke of Harringay“, Tom Jenkinson og „Chaos A.D.“. Hann er góðkunningi tónlistarmannsins Richard D. James (betur þekktur sem Aphex Twin).

Árið 1995 gaf hann út breiðskífuna „Alroy Road Tracks“ hjá Spymania. Ári eftir fylgdu „Feed me weird things“ og EP-platan „Squarepusher Plays...“ hjá útgáfufyrirtækinu Rephlex. Árið 1997 var hann svo kominn til Warp Records þar sem hann hefur gefið út 9 plötur, sú tíunda, „Hello Everything“ er væntanleg 16. október 2006.

Stíll[breyta | breyta frumkóða]

Thomas notast við hljóðgervla og trommuheila eins og áður hefur komið fram og því er erfitt að fullyrða með nokkurri vissu hvert hann sækir efnivið sinn. Á tónleikum leikur hann þó oft undir á bassa, gítar og trommur. Tónlist hans hefur verið flokkuð sem tilraunakennd dans-tónlist undir djass-áhrifum en þó kennir ýmissa grasa í tónlist hans sem gerir það að verkum að erfitt er að flokka hana.

Hugmyndafræði[breyta | breyta frumkóða]

Í greinaskrifum og viðtölum kemur fram að Thomas hefur þróað með sér sérstaka nálgun gagnvart tónlistarsköpun. Hann telur tölvur eða vélar eiga jafn mikinn þátt í sköpunarferlinu og tónlistarmaðurinn. Hann segir möguleika við sköpun tónlistar að hverju sinni vera háð ytri takmörkunum sem á fyrri öldum hafi verið sérstök hefð klassískrar tónlistar, tungumál og hönnun hljóðfæranna sem notast var við.

Í ljósi þessa telur Thomas að til þess að geta samið tónlist megi ekki reyna að ráða yfir eða stjórna vélinni eða tölvunni heldur þurfi að eiga sér stað eins konar samvinna. Þetta ber þó ekki að skilja sem svo að Thomas telji vélar búa yfir einhverskonar meðvitund.

Þann misskilning að tónlistarmenn hafi stjórn á hljóðfærunum sínum telur Thomas til vestrænnar einstaklingshyggju og þeirri þráhyggju að vilja skapa sér ódauðlegan minnisvarða. [1] Geymt 6 desember 2006 í Wayback Machine

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Alroy Road Tracks (sem Duke of Harringay, Spymania, 1995)
  • Feed Me Weird Things (Rephlex, 1996)
  • Hard Normal Daddy (Warp, 1997)
  • Big Loada (Warp/Nothing, 1997)
  • Burningn'n Tree (Warp, 1997)
  • Music Is Rotted One Note (Warp/Nothing, 1998)
  • Budakhan Mindphone (Warp/Nothing, 1999)
  • Selection Sixteen (Warp/Nothing, 1999)
  • Go Plastic (Warp/Nothing, 2001)
  • Do You Know Squarepusher (Warp, 2002)
    • Do You Know Squarepusher|Alive in Japan (Warp, 2002)
  • Ultravisitor (Warp, 2004)
  • Hello Everything (2006) — Warp (kemur út 16 október 2006)

EP-diskar & smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Crot (sem Tom Jenkinson, Rumble Tum Jum, 1994)
  • Stereotype (sem Tom Jenkinson, Nothings Clear, 1994)
  • Conumber (Spymania, 1995)
  • Squarepusher Plays... (Rephlex, 1996)
  • Bubble & Squeak [as Tom Jenkinson] (Worm Interface, 1996)
  • Port Rhombus EP (Warp, 1996)
  • Vic Acid (Warp, 1997)
  • Maximum Priest E.P. (Warp, 1999)
  • My Red Hot Car (Warp, 2001)
  • Untitled (Warp, 2001)
  • Square Window (Ultravisitor Promo) (Warp, 2004)
  • Venus No. 17 (Warp, 2004)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]