Fara í innihald

Spisula polynyma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spisula polynyma

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki
Fylking: Lindýr
Flokkur: Samlokur
Ættbálkur: Heterodonta
Ætt: Macridae
Ættkvísl: Spisula
Tvínefni
Spisula polynyma
Tígulskel

Spisula polynyma er lindýr af ættflokki samloka og tegund af tígulskel. Ekki er til íslenskt nafn á skelinni en Stinson tígulskel er það næsta sem er hægt að komast að íslenskri þýðingu. Tígulskelin er kyrrsetu hryggleysingji sem lifir grafin í sandbotni hafsins neðan við lágmarkslínuna. Skelin nær að verða um 80 mm löng en ekki fyrr en á 13 ári.

Útlit og lifnaðarhættir[breyta | breyta frumkóða]

Skelin er sporöskjulaga og beygist aðeins nálægt miðju lokunnar. Framhliðin er minni en sporöskjulaga bakhliðin og hefur skelin grófar og breiðar vaxtarlínur. Litur skeljarinnar er eins og óhreinn hvítur litur með smá gulbrúnni húð.

Spisula Polynyma er að finna í Atlantshafi, Kyrrahafi og Norðuríshafi. Í Vestur- Atlantshafinu byrjar þeirra svæði nálægt Baffin Island og nær suður til Rhode Island. Í Kyrrhafinu eru svæðin dreifð frá Puget Sound, Washington, norður til Alaska og yfir Bering Sea til Asíu, þar sem þau dreifast frá Síberíu til Japan. Skeljarnar búa á sandbotni þar sem þau geta grafið.

Veiðar og nýting[breyta | breyta frumkóða]

Skelin er tiltölulega óþekkt þar sem hún hefur einungis verið veidd í Québec síðan 1990 og hefur aðallega verið flutt til Asíu til að nota í sushi.

Stimpson's surf clam er hefur sætt og milt bragð svipað og humar og hörpuskel. Fóturinn á surf clam er tilvalinn til að nota í sushi, en skikkjan fer vel í sjávarfang og gratín. Þar sem fóturinn er nokkuð stífur er best að borða hann við stofuhita eða örlítinn hita, annars getur hann orðið seigur. Þegar hann er settur í pækil getur skikkjan einnig orðið mjög seig ef hún er hituð.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]