Spegilfruma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spegilfrumur eru taugafrumur í heilanum sem „spegla“ vissa hegðan, bæði þegar einstaklingur framkvæmir vissa athöfn og einnig þegar hann tekur eftir sömu athöfn hjá öðrum einstaklingi. Spegilfrumurnar eru aðallega á svæðum sem notuð eru til að vinna úr tungumáli hjá manninum og eru af mörgum taldar lykillinn að skilningi einstaklings á aðgerðum annarra og til að læra með því að herma eftir. Giacomo Rizzolatti ásamt Leonardo Fogassi og Vittorio Gallese í Parmaháskóla á Ítalíu uppgötvaði spegilfrumurnar fyrir tilviljun á 9. og 10. áratug 20. aldar.

Spegilfrumur er að finna í Broca-svæði mannsheilans sem er aðalmiðstöð heilans við upptöku tungumáls en þær er einnig að finna í neðra hvirfilblaði (inferior parietal cortex). Talið er að spegilfrumurnar þróist ekki rétt í einhverfum börnum og vísbendingar eru um að starfsemi spegilfruma skerðist hjá þeim sem hafa orðið fyrir málstoli.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.