Sparisjóður Hafnarfjarðar
Útlit
Sparisjóður Hafnarfjarðar var stofnaður 22. desember 1902 af tíu Hafnfirðingum. Sparisjóðurinn sameinaðist Sparisjóði vélstjóra og hefur starfað sem Byr sparisjóður frá mars 2007.
Sparisjóðurinn starfaði í fyrstu í heimahúsum stofnenda sjóðsins. Árið 1929 fluttist starfsemin í leiguhúsnæði að Austurgötu 37. Þann 3. október 1932 var starfsemin flutt í stærra húsnæði að Strandgötu 4. Loks var starfsemin flutt í Ráðhús Hafnarfjarðarbæjar. Í janúar 1992 opnaði sparisjóðurinn útibú á Garðatorgi í Garðabæ.