Fara í innihald

Urðun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sorphaugar)
Urðunarstaður í Ástralíu.

Urðun er það er að grafa sorp niður í jörðina, og er elsta tegund sorpeyðingar. Staður þar sem sorp er grafið heitir urðunarstaður. Í gegnum tíðina hefur urðun verið algengasta sorpstjórnunaraðferðinn, og er enn í notkun í dag í mörgum löndum.

Hægt er að nota nokkrar aðferðir til að hafa stjórn á sorpinu:

  1. Geyma sorpið á eins litlu svæði og hægt er
  2. Þjappa sorpinu saman til að draga úr rúmtaki þess
  3. Þekja sorpið með jarðvegi daglega

Þegar sorpbílar eru komnir á urðunarstað eru þeir vegnir á bílavog og innihald þeirra skoðað til að ganga úr skugga um að í þeim sé ekkert sorp sem ekki má grafa á þessum urðunarstað. Á eftir er sorpbílunum ekið á stað þar sem sorpið er sett í jörðina og losaðir þar. Svo er ekið með þjöppunartækjum yfir sorpið til að þjappa því saman. Áður en sorpbílarnir fara af staðnum eru dekk þeirra hreinsuð og þeir stundum vegnir aftur án innihalds. Með því að vigta sorpbílana er hægt að halda utan þyngd þess sorps sem kemur til urðunar á hverjum degi.

Á mörgum urðunarstöðum er ennfremur móttaka fyrir endurvinnanlegt sorp sem er aðgengileg almenningi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.