Fara í innihald

Snjóflóðin í Neskaupstað 1974

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þann 20. desember 1974 féllu 2 snjóflóð í Neskaupstað. Snjó hafði kyngt niður dögunum áður en flóðin féllu. Alls féllu 8 snjóflóð á Norðfirði 20. desember. Tvö flóð féllu á mannabyggðir og létust 12 manns í þeim. 13 var bjargað eða náðu að bjarga sér af eigin rammleik.

Snjóflóðin

[breyta | breyta frumkóða]

Bræðsluflóð

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta flóðið, kallað Bræðsluflóð, féll um 13:40 og lenti meðal annars á fiskimjölsvinnslu bæjarins. Þar dóu 5 manns. Mun fleira fólk var að vinna þar síðustu daga fyrir flóðið en vegna slæms veðurs fækkaði starfsfólki. Flóðið var um 400 metra breitt. Rafmagn fór af bænum. 19 ára piltur fannst á lífi 20 tímum eftir lóðið í fiskvinnslunni. Tveir einstaklingar fundust aldrei og hafa líklega borist út á haf.

Mánaflóð

[breyta | breyta frumkóða]

Seinna flóðið féll um 20 mínútum eftir það fyrra. Það var um 140 metra breitt og lenti á bílskúr, steypuvinnslu og íbúðahúsi. 7 manns fórust.

Heimildarmyndir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Háski - Fjöllin rumska, heimildarmynd um flóðin var frumsýnd árið 2017.