Sniðaspjall:Stjórnleysisstefna

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þýðingar[breyta frumkóða]

Eins og menn hafa væntanlega tekið eftir inniheldur þetta snið margar þýðingar, þar á meðal nokkur nýyrði. Á allnokkrum stöðum eru tvö orð notuð þar sem samskeytingar eru í ensku. Í þessum tilfellum, og raunar tveimur til viðbótar, er þýðingin óþjál og jafnvel misvísandi, þar sem afleiðingin er "stjórnlaus" x-stefna eða -hyggja. Ég er að velta fyrir mér hvort ekki sé hægt að leysa þetta mál á nokkuð róttækan hátt – en áður en ég geri það, hef ég hug á að vita hvað Wikiverjum finnst um hugmyndina. Mér hefur verið tjáð að ekki sé venjan að nota nýyrði nema algjör nauðsyn sé á...

Hugmyndin er sú að nota "samyrkjustefna" og "samtakahyggja" án viðbótarauðkenningar um stjórnleysishugmyndirnar; Google finnur enga síðu sem notar "samyrkjustefna", og einungis greinina um stjórnleysisstefnu þegar leitað er að samtakahyggju. Anarkókommúnismi yrði "aleignarstefna", sem mér fellur betur en "óeignarstefna" eða "andeignarstefna"; þetta er til aðgreiningar frá Marxískum kommúnisma, sem tilvísun er til í undir nafninu "sameignarstefna" nú þegar. (Sjá Jafnaðarstefna.) Anarkófemínismi gæti orðið að "jafnréttisstjórnleysi", og umfjöllun um þann hafsjó af umhverfis- og dýraverndarssjónarmiðum sem tengja sig við anarkisma yrði "umhverfisstjórnleysi". (Þessi tvö síðustu skána lítið, því miður...)

Hafa menn einhverja skoðun á þessu? Uppástungur um hvernig gera mætti betur? Formælingar og blótsyrði yfir óskammfeilninni í mér að nota ný hugtök, þar sem færa má rök fyrir því að eldri hugtök séu nothæf? --Odin 20. maí 2006 kl. 19:08 (UTC)[svara]

Orðin „samyrkjuhreyfing“ og „samtakahreyfing“ eru til og það er mögulegt að einhver rugli þeim saman við samyrkjustefnu og samtakahyggju. Ég hugsa samt að þetta gangi alveg. Og jafnvel þótt það komi í ljós að einhver önnur stefna heiti sama nafni og einhver þessara, þá er það ekki í fyrsta skipti sem orð er tvírætt. Við búum þá bara til aðgreiningarsíðu ef það þarf. Spurning samt hvort það þyrfti ekki að gera greinarmun á -stjórnleysi og -stjórnleysisstefnu eins og í umhverfisstjórnleysi og umhverfisstjórnleysisstefnu. Það er eitt að það ríki stjórnleysi, það er annað að það sé stefna. --Cessator 20. maí 2006 kl. 19:52 (UTC)[svara]
Það raunar er vandinn; þessi tvö skána afar lítið, ef nokkuð. En þá kemur í það að "umhverfisstjórnleysisstefna" og "jafnréttisstjórnleysisstefna" er afar óþjált í notkun... --Odin 21. maí 2006 kl. 14:07 (UTC)[svara]