Smyrill (félag)
Smyrill er félag hægrimanna í Menntaskólanum við Hamrahlíð (MH). Félagið var stofnað árið 2004 af Kára Þór Kjartanssyni, Jóni Felix Sigurðarsyni og Aroni Ólafssyni, ungum MH-ingum með álíkar hugsjónir. Markmið félagsins er að boða hugsjónir frjálshyggjunnar um einstaklingsfrelsi og frjálsan markað. Félagsmenn vilja breyta þeirri sósíalísku ásýnd sem MH og nemendur hans hafa haft í gegnum tíðina.
Smyrill er í samstarfi við önnur hægrifélög í framhaldskólum á landsvísu sem aðhyllast hugsjónir frjálshyggjumanna. Innan félagsins er unnið mjög fjölbreytt starf. Félagið heldur meðal annars fjölda kappræðu- og umræðufunda sem og Dag Frjálshyggjunnar, þar sem fagnað er frjálshyggjunni innan veggja skólans með ýmsum hætti. Félagsfundir eru haldnir reglulega. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð til inngöngu í félagið á helstu stöðum í MH.
Stjórnarformenn
[breyta | breyta frumkóða]Stjórn Smyrils að ári hverju sér um að stuðla að betra Nemendafélagi. Þeir skulu leggja reglulega fram tillögur sem afhentar eru Stjórn Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð hversu sinni - félagsmenn skulu allir hafa samþykkt þessar tillögur. Stjórnarformenn sjá einnig um að gefa nemendum skólans þann möguleika á að sækja um í félagið, og þurfa nemendur að skila inn umsóknum til þess að verða fullgildir félagsmenn.
Eftir að félagið hafði legið dvala í tvö ár var það endurvakið af nokkrum Garðbæingum við skólann, þeim Baldvini Þormóðssyni, syni Þormóðs Jónssonar stjórnarformanns Fíton og Kjartani Hreinssyni, syni Hreins Loftssonar fyrrverandi stjórnarformanns Baugs og formanni einkavæðinganefndar. Í félagið skráðu sig 4 aðrir nemendur. Félagið hefur ekki gert neitt til að vinna að hugsjónum frjálshyggjunnar við skólann enda mætti félagið mikilli mótstöðu við endurvakningu.
2004 - 2006 Kári Þór Kjartansson(formaður), Jón Felix Sigurðarson, Aron Ólafsson,
2007 - 2008 Benedikt Hallgrímsson(formaður)
2009 - 2010 Félagið lá í dvala
2011 - 2012 Baldvin Þormóðsson(bráðabirgðaformaður), Kjartan Hreinsson(bráðabirgðaritari), Tómas Ken Shimomura-Magnússon