Smjörkreppan í Noregi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Norskt smjör í hlaðborði

Smjörkreppan í Noregi hófst árið 2011 þegar upp kom alvarlegur skortur á smjöri sem leiddi til bólgunar á verði smjörs í landinu. Skorturinn valdi verulegum verðhækkunum á smjöri og smjörbirgðir í matvöruverslunum seldust upp á nokkrum mínútum. Verðið á kíló af smjöri náði 600 norskum krónum. Á vikunum fram að jólum 2011 var smjörneysla Norðmanna 27% meiri en framleiðsla í landinu.[1]

Orsakir kreppunar voru meðal annars aukin neysla á smjöri og strangt kvótakerfi fyrir mjólkurafurðir.[1] Lítið framboð var á mjólk vegna ótíðar sumarið 2011. Stjórnvöld í Noregi reyndu að draga úr skortinum með því að lækka tolla á innfluttu smjöri og að afnema refsingar fyrir umframframleiðslu á smjöri.[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Smjörkreppa í Noregi, Danir hlaupa ekki undir bagga“, Vísir, 6. desember 2011.
  2. Smjörskortur í Noregi“, RÚV, 6. desember 2011.
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.