Smjörkrem

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Smjörkrem er kökukrem sem notað er til að þekja kökur og einnig á milli laga í lagkökum, auk þess sem það er haft til að skreyta ýmsar kökur og tertur, bollakökur og fleira.

Aðalefnin í smjörkremi eru vanalega smjör eða smjörlíki og flórsykur og oft einnig eggjarauður eða egg. Það er svo bragðbætt á ýmsan hátt, til dæmis með kakódufti eða súkkulaði, vanillu og öðrum bragðefnum, og litað með matarlit. Þegar einfalt smjörkrem er gert er flórsykri einfaldlega hrært saman við lint smjör og kremið svo bragðbætt en stundum er dálitlu vatni blandað saman við sykurinn, lögurinn soðinn og honum síðan hrært sjóðheitum saman við kremið. Kreminu er ýmist smurt eða sprautað á kökurnar.