Smjörgras

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Smjörgras
Bartsia alpina.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Eudicotyledonae)
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Grímublómaætt (Scrophulariaceae)
Ættkvísl: Bartsia
Tegund: Smjörgras
Tvínefni
Bartsia alpina
L.

Smjörgras (fræðiheiti: Bartsia alpina) er blóm af varablómabálki sem vex í grónu landi, í klettum og fjallendi. Það verður gjarnan 15 til 30 cm á hæð.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Blómin eru dökkfjólublá á litin og einsamhverf, um 1,5 til 2 sentimetrar á lengd. Bikarinn sjálfur er 5 til 7 millimetrar á lengd og bjöllulaga. Blöðin eru stilklaus, egglaga og eilítið loðin. Efstu blöðin eru gjarnan dökkfjólublá eins og blómið.