Smásær

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Smásær hlutur er hlutur sem er svo smár að hann sést ekki með berum augum, heldur aðeins með sérstökum linsum eða smásjám. Stærð smásærra hluta er oft mæld í míkrómetrum eða míkronum (μm) sem eru milljónasti hluti úr metra. Rannsóknir á smásæjum hlutum eru mikilvægar í líffræði, efnafræði, jarðfræði og læknisfræði, meðal annars.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.