Fara í innihald

Skýin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skýinforngrísku: Νεφέλαι (Nefelai); á latínu: Nubes) er gamanleikur eftir forngríska gamanleikjaskáldið Aristófanes. Leikritið gerir grín að fræðurum og heimspekingnum Sókratesi, sem er gerður að tákngervingi hreyfingar fræðaranna. Leikritið var fyrst sett á svið árið 423 f.Kr. og fékk ekki góðar móttökur. Endurskoðuð útgáfa leikritsins er varðveitt og er hún frá því um 416 f.Kr. Í endurskoðuðu útgáfunni stígur skáldið sjálft á svið og skammar áheyrendur fyrir að hafa lélega kímnigáfu.

Varðveitt verk Aristófanesar