Fara í innihald

Skötufjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skötufjörður

Skötufjörður

Litlibær í Skötufirði.
Skötufjörður.
Skötufjörður. Snæfjallaströnd í fjarska.

Skötufjörður er 16 km langur eyðifjörður sem liggur til suðurs út frá Ísafjarðardjúpi miðju, milli Skarðseyrar og Hvítaness í Súðavíkurhreppi. Beggja vegna fjarðarins eru brattar, stöllóttar klettahlíðar, Eyrarhlíð að vestan og Fossahlíð að austan. Þær þóttu báðar illar yfirferðar, einkum Fossahlíð[1]. Inn af firðinum liggur Skötufjarðarheiði fram á Glámuhálendið. Við mynni fjarðarins, úti fyrir Hvítanesi, er eyjan Vigur. Aðeins einn bær er í byggð, Hvítanes. Um 1950 voru þessir átta bæir í byggð í Skötufirði: Hvítanes, Litlibær, Eyri, Kleifar, Borg, Kálfavík, Hjallar og Skarð en árið 1969 lögðust fjórir bæir í eyði.[2]


Byggðir bæir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Tómas Einarsson og Helgi Magnússon (ritstj.) (1989). Íslands handbókin. Örn og Örlygur.
  2. Lesbók Morgunblaðsins, 14. tölublað (07.04.1979), Blaðsíða 8
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.