Skuldsetningarréttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skuldsetningarréttur er réttur að eignarrétti til að skuldsetja tiltekna eign (þ.m.t. óbein eignarréttindi) til tryggingar á efndum, svo sem með því að setja eignina að veði. Þessi réttur gæti verið takmarkaður með einkaréttarlegum kvöðum, svo sem í erfðaskrá eða annars konar löggerningi, eða með lagafyrirmælum. Meginreglan er að eingöngu eigandinn hafi þennan rétt en aðrir geta þó haft hann á grundvelli lögmæltra undantekninga eða framsals eigandans á honum. Rétturinn leiðir almennt séð til þess að eigandinn þurfi að una að eignin standi til fullnustu tiltekinna skuldbindinga, og skuldbindingin gæti leitt til þess að annar eignarréttur eigandans skerðist í millitíðinni.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.