Fara í innihald

Skotárásin í Kaupmannahöfn árið 2015

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þann 14. febrúar 2015 var skotárás í Kaupmannahöfn í Danmörku við menningarhúsið Krudttønden í hverfinu Austurbrú. Þar var verið að halda umræðu um List, guðlast og tjáningarfrelsi. Sænski skopmyndateiknarinn Lars Vilks var á staðnum, en talið er að áætlað hafi verið að drepa hann vegna mynda sem han teiknaði af Múhameð árið 2007. Honum var komið af staðnum ómeiddum af dönsku lögreglunni. Danski þingmaðurinn Jette Plesner Dali hjá Danska fólksflokknum og sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray voru líka við atburðinn.[1] Einn var drepinn í árásinni en þrír særðust.[2]

Nokkrum tímum síðar var einn skotinn í höfuðið og lést við samkomuhús gyðinga. Tveir lögreglumenn meiddust í árásinni.[2] Um morguninn 15. febrúar skutu lögreglumenn grunaðan árásamann við lestarstöðina í Norðurbrú en talið er að hann hafi framið báðar árásirnar.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Skotárás í Kaupmannahöfn“, skoðað þann 15. febrúar 2015.
  2. 2,0 2,1 Tveir féllu í skotárásum í Kaupmannahöfn“, skoðað þann 15. febrúar 2015.
  3. Felldu grunaðan árásarmann á Norðurbrú“, skoðað þann 15. febrúar 2015.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.