Skorri Rafn Rafnsson
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: texti er sumpart enn eins og kynning eða auglýsing |
Skorri Rafn Rafnsson (f. 3. september 1985) er íslenskur frumkvöðull og fjárfestir sem komið hefur að stofnun og rekstri fjölmargra fyrirtækja í fjártækni- og hugbúnaðargeiranum. Undanfarin ár hefur Skorri fjárfest og einbeitt sér að fasteignaþróun og rekstri og uppbyggingu hótela undir merkjum Alva.
Fjárfestingar Alva Capital.
[breyta | breyta frumkóða]Skorri er stofnandi, forstjóri og stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Alva Capital og stjórnarmaður og eigandi Inkasso.
Alva Capital er eignarhaldsfélag í eigu Skorra og var stofnað árið 2012[heimild vantar] sem samanstendur af: Alva fasteignum – fasteignafélag sem á yfir 200 leigueiningar á Íslandi. Alva hótel sem rekur þrjú hótel sem eru miðsvæðis í Reykjavík. Alva framkvæmdir – framkvæmdafélag sem vinnur að fjölbreyttum framkvæmdum og uppbyggingarverkefnum.
Frumkvöðlastarf
[breyta | breyta frumkóða]Skorri hefur komið að stofnun eða verið meðstofnandi að fjölmörgum fyrirtækjum má þar nefna:
Fjártæknifyrirtækin Aktiva sem hann stofnaði árið 2016. Aktiva tengdi saman lántakendur og fjárfesta með jafningalánum. Hann stofnaði innheimtu - og kröfustýringarfyrirtækið Myntu 2014 sem þróaði innheimtuhugbúnað. Fyrirtækið sameinaðist Inkasso árið 2017. Skorri tók jafnframt þátt í stofnun fjártæknifyrirtækisins TwoBirds árið 2019. Hann kom að stofnun Netgíró árið 2012. Skorri kom jafnframt að stofnun hugbúnaðarfyrirtækins Móberg 2010 sem í dag er með starfsemi í þremur löndum og var selt til Kviku árið 2021. Skorri tók þátt í stofnun á Móa Media árið 2014 sem var frétta- og afþreyingarmiðill. Hann stofnaði lánafyrirtækið Minikredit 2011 sem rak lánafyrirtæki í Króatíu en lokað 2011 og Hraðpeninga 2009 en seldi hlut sinn. Skorri stofnaði fyrirtækið S.R. Import árið 2005 sem sérhæfði sig í innflutningi á farartækjum og fjárfestingum í fasteignum.[heimild vantar]
Fjárfestingar
[breyta | breyta frumkóða]Skorri hefur komið að kaupum eða fjárfest í eftirfarandi fyrirtækjum. Heimkaupum sem var keypt árið 2014 - þar sem hann var forstjóri og síðar stjórnarformaður. Heimkaup er stærsta netverslun Íslands en fyrirtækið var selt árið 2020.[1] Hópkaup sem var keypt af árið 2015[2] og síðar selt til Heimkaupa árið 2016.[3] Skorri kaupir Skífuna árið 2010 en Skífan rak verslanir í Kringlunni, Laugavegi og Smáralind til ársins 2014 þegar fyrirtækið rann inn í Heimkaup. Árið 2010 var tölvuleikjabúðin Gamestöðin keypt í gegnum Skífuna. Árið 2010 keypti Skorri sölu- og netmarkaðstorgið Bland.is árið 2010 og var það selt árið 2017.
Deilur við Sverri Einar Eiríksson
[breyta | breyta frumkóða]Sverrir Einar Eiríksson ásakaði Skorra árið 2015 Skorra um óheiðarlega viðskiptahætti í rekstri smálánafyrirtækja og stefndi hann Skorra fyrir dómstólum. Að sögn Sverris átti Skori að hafa sölsað undir sig hlutafé [4] og að leyna eignarhaldi. [5] Dómstólar vísuðu kröfum Sverris frá.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Móberg selur Heimkaup.is“. www.vb.is.
- ↑ „Móberg kaupir Hópkaup og Leit.is“. www.mbl.is.
- ↑ „Móberg selur Hópkaup“. www.vb.is.
- ↑ Segir Skorra hafa sölsað undir sig hlutaféð án heimildar Viðskiptablaðið, sótt 5/12 2023
- ↑ Eigendur smálánafyrirtækja fela sig Hringbraut, sótt 5/12 2023