Skjaldarmerki Nígeríu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Nígeríu

Skjaldarmerki Nígeríu er svartur skjöldur með liðaðri, hvítri árkvísl sem táknar samflæði fljótanna Níger og Benúe við Lokoja. Svarti skjöldurinn táknar frjósama jörð Nígeríu og hvítu hestarnir sem standa hvorum megin við hann tákna reisn. Rauði örninn ofan á skildinum táknar styrk og grænu og hvítu böndin sem hann stendur á tákna gjöfulan jarðveg landsins.[1]

Rauðu blómin við grunninn eru Costus spectabilis, þjóðarblóm Nígeríu. Þetta blóm var valið á skjaldarmerkið þar sem það er að finna um alla Nígeríu og er táknrænt fyrir fegurð landsins. Á borðanum neðst á skjaldarmerkinu standa kjörorð Nígeríu frá 1978: „Unity and Faith, Peace and Progress“ (ísl. „Samheldni og trú, friður og framfarir“). Áður stóð „Peace, Unity, Freedom“ (ísl. „Friður, samheldni, frelsi“).[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „National Symbols - Emblem“. Nigeria's 50th Independence: Celebrating Greatness. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. maí 2011. Sótt 6. mars 2021.