Skjaldarmerki Laos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Skjaldarmerki Laos samkvæmt stjórnarskrá landsins frá 1992

Skjaldarmerki Laos sýnir þjóðarmusterið Pha That Luang efst fyrir miðju. Þar fyrir neðan til vinstri er stífla sem tákn fyrir virkjunina í Nam Ngun, þar fyrir neðan malbikaður vegur og stíliseraður hrísgrjónaakur. Neðst er hluta af tannhjóli sem tákn iðnaðarins. Til vinstri er áletrað: Friður, sjálfstæði, lýðræði og til hægri: Samstaða, framfarir og neðst fyrir miðju: Alþýðulýðveldið Laos. Allt merkið er umlukt þroskuðum hrísgrjónaöxum.

Skjaldarmerkinu var breytt 1991. Tákn kommúnismans, rauða stjarnan og hamar og sigð voru tekin burt og í þess stað kom þjóðarmusterið Pha That Luang.