Skjaldarmerki Lúxemborgar
Útlit
Skjaldarmerki Lúxemborgar er byggt á skjaldarmerki hertogadæmisins Limborgar frá miðöldum. Skjaldarmerkið er með tíu þverrendur, fimm silfraðar og fimm bláar, og rautt stökkvandi ljón með gyllta kórónu og gyllta tungu. Skjaldarmerkið er til í þremur útgáfum, með skjaldberum, og með skjaldberum og kápu.
Skjaldarmerki stórhertogans er fjórskipt með skjaldarmerki Lúxemborgar í 1. og 4. reit og skjaldarmerki greifadæmisins Nassá (gyllt ljón á bláum gullflekkóttum feldi) í 2. og 3. reit. Það er líka til í þremur útgáfum. Í stærstu útgáfunni bera skjaldberarnir gylltar lensur með fána Lúxemborgar.
Skjaldarmerkið var fyrst tekið upp af Hinriki 5. greifa af Lúxemborg (1216-1281), en hálfbróðir hans var Hinrik 4. hertogi af Limborg.