Fara í innihald

Ríkistákn Indlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Skjaldarmerki Indlands)
Ríkistákn Indlands.

Ríkistákn Indlands er táknmynd sem alríkisstjórn Indlands og margar ríkisstofnanir notast við. Myndin er teikning af Súlnahöfði Ashoka frá tímum Maurya-veldisins um 280 f.o.t. Súlnahöfuðið ber mynd af fjórum ljónum. Myndin var tekin upp sem merki Sjálfstjórnarsvæðisins Indlands 1947[1] og seinna lýðveldisins Indlands. Ríkistáknið er opinbert merki ríkisstjórnar Indlands og er notað á opinber skjöl, gjaldmiðil og vegabréf.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Press Communique' - State Emblem“ (PDF). Press Information Bureau of India - Archive. Afrit (PDF) af uppruna á 8. ágúst 2017.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.