Ríkistákn Indlands
Útlit
Ríkistákn Indlands er táknmynd sem alríkisstjórn Indlands og margar ríkisstofnanir notast við. Myndin er teikning af Súlnahöfði Ashoka frá tímum Maurya-veldisins um 280 f.o.t. Súlnahöfuðið ber mynd af fjórum ljónum. Myndin var tekin upp sem merki Sjálfstjórnarsvæðisins Indlands 1947[1] og seinna lýðveldisins Indlands. Ríkistáknið er opinbert merki ríkisstjórnar Indlands og er notað á opinber skjöl, gjaldmiðil og vegabréf.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Press Communique' - State Emblem“ (PDF). Press Information Bureau of India - Archive. Afrit (PDF) af uppruna á 8. ágúst 2017.