Skipakví

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lítil þurrkví í Gloucester á Englandi

Skipakví er mannvirki þar sem skip og bátar eru geymd vegna fermingar og affermingar, viðgerða, skipasmíða eða annars. Skipakvíar eru yfirleitt staðsettar við hafnir og eru oft hluti af slippsvæði. Yfirleitt er um að ræða stæði með bryggjukant á þrjá eða fjóra vegu. Þurrkví er skipakví sem hægt er að tæma úr vatn svo skipin standa á þurru, en blautkví er skipakví með hliðum sem heldur stöðugu vatnsborði óháð sjávarföllum. Flotkví er fljótandi prammi eða flotbryggja með skipakvíum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.