Skinnhúfuklettar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Skinnhúfuklettar eru klettabelti í austanverðum Vatnsdal, sunnan við stór stuðlabergsþil. Klettarnir eru hentugir til klettaklifurs. Klettarnir blasa við af þjóðveginum ef ekið er inn Vatnsdal austan Vatnsdalsár. Margar klifuleiðir hafa verið boltaðar í klettunum og eru þær merktar inn í leiðarvísi ÍSALP nr. 24.

Í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1988 segir um þessa kletta: "Eyjólfsstaðir eru utar í dalnum enn Hof. Svo sem 250 föðmum fyrir utan þá, spottakorn fyrir ofan veginn, eru lágir klettar, er heita Skinnhúfuklettar. Þar er klettaskúti, er og heitir Skinnhúfuhellir, enn þar niðr eða vestr af, nær ánni, er hvammr, er og heitir Skinnhúfuleynir. Enn heitir Skinnhúfuhylur í ánni þar nálægt."

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]