Fara í innihald

Skarhjálmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skarhjálmur sem lagður hefur verið yfir kerti

Skarhjálmur [1] er lítil hjálmur á löngu skafti og er notaður til að slökkva á kerti (kæfa ljósið). Hjálmurinn er lagður yfir logann sem stendur upp af rakinu á kertinu og þannig kafnar ljósið. Tæki þetta á sér mörg heiti á íslensku og eru mörg þeirra lýsandi, eins og t.d. ádrepa, kertalok, ljósabani, ljós(a)drepur, ljósakæfa, ljósaslökkvari, ljóslok, logakæfa, skarhús og skarpanna. [2] [3] Gísli Jónsson, íslenskufræðingur, mælti sérstaklega með orðinu skarhjálmur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
  2. Skarhjálmur; af Arnastofnun.is[óvirkur tengill]
  3. Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1995
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.