Fara í innihald

Skýstrókur (kvikmynd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýstrókur
Twister
Auglýsingaplakat myndarinnar
LeikstjóriJan de Bont
HandritshöfundurMichael Crichton
Anne-Marie Martin
FramleiðandiIan Bryce

Steven Spielberg
Kathleen Kennedy

Michael Crichton
LeikararBill Paxton
Helen Hunt
KvikmyndagerðJack Green
KlippingMichael Kahn
TónlistMark Mancina
Eddie van Halen
(Aðalþema)
FrumsýningFáni Bandaríkjana 10. maí 1996
Fáni Íslands 6. september 2011
Lengd113 mín.
TungumálEnska
Aldurstakmark12 ára
Ráðstöfunarfé$75.000.000

Skýstrókur eða Twister eins og hún heitir á móðurmálinu er bandarísk stórslysamynd sem Jan de Bont leikstýrði. Helen Hunt og Bill Paxton fara með aðalhlutverkin í myndinni sem vísindamenn sem elta upp hvirfilbyli. Myndin var önnur tekjuhæsta mynd ársins 1996 og voru um það bil 55 miljón miðar á hana seldir í Bandaríkjunum. Myndin fjallar um hóp af vísindamönnum sem reyna að fullkomna gagnasöfnunarvél sem er hönnuð til þess að fara upp í hvirfilbyli til þess að finna út hvað gerist innan í þeim. Innblástur að myndinni kom frá alvöru vísindaverkefnum eins og VORTEX. Skýstrókur var fyrsta bandaríska kvikmyndin í fullri lengd sem gefin var út á DVD. Hún var einnig tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna fyrir „Bestu tæknibrellurnar” og „Besta hljóð.”

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.