Fara í innihald

Skátafélagið Klakkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skátafélagið Klakkur starfar á Eyjafjarðarsvæðinu og býður upp á skátastarf fyrir alla frá 8 til 25 ára. Starfsemi félagsins fer fram á Akureyri. Skátafélagið rekur tjaldsvæði og útilífsmiðstöð að Hömrum sem nýtist vel við skátastarfið. Í Klakki er lögð mikil áhersla á útivist og vetrarskátun.

Skíðasamband skáta starfar í nánu samstarfi við foringjaráð og stjórn félagsins.[1]

Skátafélagið Klakkur var stofnað árið 1987 og varð til við sameiningu skáta- og kvenskátafélaganna á Akureyri.

Heimildaskrá

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Klakkur“. Skátarnir. Sótt 29 október 2020.[óvirkur tengill]