Skátafélag Borgarness
Skátafélag Borgarness | |
---|---|
Stofnun | 1966 |
Staðsetning | Þorsteinsgötu 8a, Borgarnes |
Félagsforingi | Ólöf Kristín Jónsdóttir |
Starfssvæði | Borgarbyggð |
Skátafélag Borgarness (stofnað 1966) er skátafélag Í Borgarnesi. Félagið er með aðild að Bandalagi íslenskra skáta.[1]
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Skátafélag Borgarness var innleitt í Bandalag Íslenskra Skáta á skátaþingi 10.-12. júní 1966.[2] Undanfarar féagsins eru Skátafélagið Valur (stofnað 1934) og Kvennskátafélagið Stjarnan (stofnað 1938) sem að sameinuðu krafta við stofnun Skátafélags Borgarness.[3][4] Á síðustu árum hefur verið að vinna að því að endureisa skátastarfið í félaginu.[1]
Fluga
[breyta | breyta frumkóða]Skálinn Fluga var byggður árið 1976 af dróttskátasveitinni Megas sem sá um hann vel og lengi. Skálinn er í eigu Skátafélags Borgarness sem annast hann í dag. Skálinn er 38m² A-hús með svefnlofti. Kynding er með gasi og kabyssu. Umhverfið í kringum skálann er vel fallið til útilífs. Í skálanum er gistipláss fyrir 20 manns.[5]
- ↑ 1,0 1,1 „Skátafélag Borgarness“. Bandalag Íslenskra Skáta. Sótt ágúst 2024.
- ↑ „Skátablaðið 32. árg. 2. tbl. 1966“. Bandalag Íslenskra Skáta. apríl 1966. Sótt ágúst 2024.
- ↑ „Skátablaðið 1. árg. 1. tbl. 1935“. Bandalag Íslenskra Skáta. júlí 1935. Sótt apríl 2024.
- ↑ „Skátablaðið 15. árg. 3.-4. tbl. 1949“. Bandalag Íslenskra Skáta. mars 1949. Sótt ágúst 2024.
- ↑ „Skátablaðið 46. árg. . tbl. 1992“. Bandalag Íslenskra Skáta. mars 1992. Sótt ágúst 2024.