Fara í innihald

Skátafélag Borgarness

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skátafélag Borgarness
Stofnun1966
StaðsetningÞorsteinsgötu 8a, Borgarnes
FélagsforingiÓlöf Kristín Jónsdóttir
StarfssvæðiBorgarbyggð

Skátafélag Borgarness (stofnað 1966) er skátafélag Í Borgarnesi. Félagið er með aðild að Bandalagi íslenskra skáta.[1]

Skátafélag Borgarness var innleitt í Bandalag Íslenskra Skáta á skátaþingi 10.-12. júní 1966.[2] Undanfarar féagsins eru Skátafélagið Valur (stofnað 1934) og Kvennskátafélagið Stjarnan (stofnað 1938) sem að sameinuðu krafta við stofnun Skátafélags Borgarness.[3][4] Á síðustu árum hefur verið að vinna að því að endureisa skátastarfið í félaginu.[1]

Skálinn Fluga var byggður árið 1976 af dróttskátasveitinni Megas sem sá um hann vel og lengi. Skálinn er í eigu Skátafélags Borgarness sem annast hann í dag. Skálinn er 38m² A-hús með svefnlofti. Kynding er með gasi og kabyssu. Umhverfið í kringum skálann er vel fallið til útilífs. Í skálanum er gistipláss fyrir 20 manns.[5]

  1. 1,0 1,1 „Skátafélag Borgarness“. Bandalag Íslenskra Skáta. Sótt ágúst 2024.
  2. „Skátablaðið 32. árg. 2. tbl. 1966“. Bandalag Íslenskra Skáta. apríl 1966. Sótt ágúst 2024.
  3. „Skátablaðið 1. árg. 1. tbl. 1935“. Bandalag Íslenskra Skáta. júlí 1935. Sótt apríl 2024.
  4. „Skátablaðið 15. árg. 3.-4. tbl. 1949“. Bandalag Íslenskra Skáta. mars 1949. Sótt ágúst 2024.
  5. „Skátablaðið 46. árg. . tbl. 1992“. Bandalag Íslenskra Skáta. mars 1992. Sótt ágúst 2024.