Fara í innihald

Skátafélag Akraness

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skátafélag Akraness
Stofnun2. nóvember 1952
StaðsetningHáholt 24, Akranes
FélagsforingiÁgúst Heimisson
StarfssvæðiAkranes

Skátafélag Akraness (stofnað 1952) er skátafélag á Akranesi og býður upp á skátastarf fyrir börn og ungmenni. Skátafélagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta.[1]

Skátastarf á Akranesi hófst með stofnun skátafélagsins Væringja 13. maí 1926. Seinna var Kvenskátafélag Akraness stofnað 25. mars 1928.[2] Skátafélag Akraness var stofnað 2. nóvember 1952 við sameiningu Skátafélagsins Væringja og Kvenskátafélags Akraness. Fyrsti félagsforingi félagsins var Hans Jörgenson, kennari og reyndur skátaforingi, sem ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Ingimundardóttur, og fyrsta deildarstjóra félagsins, Þorvaldi Þorvaldssyni, keyrði félagið áfram fyrstu árin.[3]

Árið 1968 fengu Skátafélag Akraness til umráða 21 hektara landsvæði í landi Stóru-Drageyrar við sunnanvert Skorradalsvatn. Strax arið eftir, 1969, var reistur skáli, Skátafell, sem hefur allar götur síðan þjónað sem miðstöð skátastarfs, bæði fyrir skátaferðir og ýmis námskeið.[4] Skálinn var nefndur í höfuðið á eldri skála sem Skátafélagið Væringjar hafði byggt undir Akrafjalli árið 1940 og bar sama nafn.[5]

Félagsforingjar

[breyta | breyta frumkóða]

Ófullkominn listi (ártölin innan sviga eru gisk)

  • Hans Jörgenson 1952 - (1957)[3]
  • Páll Gíslason (1957) - [6]
  • Sigurður Guðjónsson (1992) - [7]
  • Ágúst Heimisson

Heimildaskrá

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Skátafélag Akraness“. Bandalag Íslenskra Skáta. Sótt ágúst 2024.
  2. „Skátaforinginn: fréttabréf eldri skáta 5. tbl. 1986“. Bandalag Íslenskra Skáta. desember 1986. Sótt desember 2024.
  3. 3,0 3,1 „Skátablaðið 19. árg. 2. tbl. 1953“. Bandalag Íslenskra Skáta. Október 1953. Sótt ágúst 2024.
  4. „Skátablaðið 47. árg. 2. tbl. 1993“. Bandalag Íslenskra Skáta. október 1993. Sótt desember 2024.
  5. „Skátablaðið 6. árg. 4. tbl. 1940“. Bandalag Íslenskra Skáta. september 1940. Sótt ágúst 2024.
  6. „Skátablaðið 23. árg. 8. tbl. 1957“. Bandalag Íslenskra Skáta. ágúst 1957. Sótt desember 2024.
  7. „Skátablaðið 46. árg. 3. tbl. 1992“. Bandalag Íslenskra Skáta. október 1992. Sótt desember 2024.