Skátafélag Akraness
Útlit
Skátafélag Akraness | |
---|---|
Stofnun | 2. nóvember 1952 |
Staðsetning | Háholt 24, Akranes |
Félagsforingi | Ágúst Heimisson |
Starfssvæði | Akranes |
Skátafélag Akraness (stofnað 1952) er skátafélag á Akranesi og býður upp á skátastarf fyrir börn og ungmenni. Skátafélagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Skátafélag Akraness var stofnað 2. nóvember 1952 við sameiningu Skátafélagsins Væringja og Kvenskátafélags Akraness. Fyrsti félagsforingi félagsins var Hans Jörgenson, kennari og reyndur skátaforingi, sem ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Ingimundardóttur, og fyrsta deildarstjóra félagsins, Þorvaldi Þorvaldssyni, keyrði félagið áfram fyrstu árin.[1]
Skátafell
[breyta | breyta frumkóða]Skátafélagið á skátaskálann Skátafell sem er staðsettur í Skorradal.[2] Skálinn er nefndur í höfuð á samnefndum skála sem að Skátafélagið Væringjar byggðu undir Akrafjalli árið 1940.[3]
Heimildaskrá
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Skátablaðið 19. árg. 2. tbl. 1953“. Bandalag Íslenskra Skáta. Október 1953. Sótt ágúst 2024.
- ↑ „Skátafélag Akraness“. Bandalag Íslenskra Skáta. Sótt ágúst 2024.
- ↑ „Skátablaðið 6. árg. 4. tbl. 1940“. Bandalag Íslenskra Skáta. september 1940. Sótt ágúst 2024.