Fara í innihald

Sjónvarpsturninn í Stuttgart

Hnit: 48°45′24″N 9°11′29″A / 48.75667°N 9.19139°A / 48.75667; 9.19139
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

48°45′24″N 9°11′29″A / 48.75667°N 9.19139°A / 48.75667; 9.19139

Sjónvarpsturninn í Stuttgart var sá fyrsti sinnar tegundar í heimi
Sjónvarpsturninn að kvöldlagi

Sjónvarpsturninn í Stuttgart er elsti sjónvarpsturn heims. Hann var reistur 1954-56 og er 216 metra hár.

Lega og lýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Sjónvarpsturninn stendur á 483 metra hárri hæð í skógarrjóðri í suðurhluta Stuttgart. Turninn gnæfir því vel yfir umhverfi sitt, en hann er að sama skapi nokkuð langt frá miðborginni. Turninn er gerður úr járnbentri steinsteypu. Í 160 metra hæð er hringlótt turnhús með veitingasal, útsýnispöllum og útvarpsstöðvum. Efst er svo útvarpsmastur.

Saga sjónvarpsturnsins

[breyta | breyta frumkóða]

1949 hóf ný stjónvarpsstöð (SDR, heitir SWR í dag) útsendingar. Til að útsendingar næðu sem lengst, var 100 metra hár stálturn reistur, en fljótt sýndi sig að hann dugði hvergi nærri til. Því var ákveðið að reisa tvöfalt hærri turn úr stáli. En snemma á 6. áratugnum komu fram hugmyndir um að reisa steinsteyputurn sem einnig væri hægt að nýta fyrir ferðamenn. Framkvæmdir hófust 1954 á hinni 483 metra háa Hoher Bopser fjalli í suðurhluta Stuttgart. Í október 1955 var útvarpsstöðin tekin í notkun, en vígsla turnsins fór fram í febrúar 1956. Turninn var sá fyrsti sinnar tegundar í heimi og varð samstundis heimsfrægur og meiriháttar aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Allir aðrir sjónvarpsturnar eru reistir af sömu grunnverkfræðinni. Í upphafi var útvarpað bæði fyrir sjónvarp og útvarp, en árið 2006 var hætt að útvarpa fyrir sjónvarp.

Tækniupplýsingar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Hæð: 216,61 m
  • Hæð steyputurns: 160,94 m
  • Hæð efri útsýnispalla: 152 m
  • Hæð veitingahúss: 147 m
  • Mesta þvermál turnhússins: 15 m
  • Þvermál grunnsins: 27 m
  • Þyngd turnsins alls: 3.000 t
  • Þyngd mastursins: 48 t
  • Hraði lyftanna: 5 m/s