Sjötúnahlíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjötúnahlíð er brött hlíð í Álfarfirði í Ísafjarðardjúpi. Munnmæli segja að þar hafi fyrrum verið sjö býli. Í sóknarlýsingu séra Magnúsar Þórðarsonar frá 1854 er staðháttum lýst svo: "Bænhús hefir þar áður verið og hafa víst að því sótt bæir þeir, er áður hafa verið í Sjötúnahlíð. Hefir jörðin þar í hlíðinni vetrar- og sumarbeit góða. Fékk presturinn leyfi búanda þar, þau ár sem hann bjó á Svarfhóli, að hafa í hlíð þessari fénað sinn nokkurn part vetranna og byggja þar hús yfir 100. En þá hann færðist frá Svarfhóli, vildu ábúendur ei kaupa húsin, og fékk þá fátæklingur nokkur leyfi sýslumanns að byggia þar kofa og vera þar í, þó er þetta ei lögbýli. Sjötúnahlíð er grasi vaxin að neðanverðu og mjög jarðsæl af norðan áviðrum. Mætti þar og vera bezta selstaða."

Eldra nafn Sjötúnahlíðar er Sjöttungahlíð eða Séttungshlíð. Í bréfi frá 1470 er tiltekið landamerki á eyri inn að Svarthömrum á Séttungahlíð og inn að læk þeim er fellur næstur Háfakleifum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]