Sjómannadagsráð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjómannadagsráð eru nefndir sem koma að undirbúningi sjómannadagsins á Íslandi. Þannig hafa starfað meðal annars sjómannadagsráð Ólafsfjarðar, sjómannadagsráð Grindavíkur, sjómannadagsráð Patreksfjarðar og sjómannadagsráð Vestmannaeyja.

Þekktasta sjómannadagsráðið er Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins sem var stofnað af ellefu stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði 25. nóvember 1937. Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hefur mun meiri starfsemi með höndum en undirbúning sjómannadagsins og hefur frá 1939 komið að uppbyggingu dvalarheimila fyrir aldraða sjómenn, stofnað Happdrætti DAS árið 1953, opnað dvalarheimilið Hrafnistu 1959 og rekið þar kvikmyndahúsið Laugarásbíó. Árið 2001 stofnaði Sjómannadagsráð leigufélagið Naustavör til að standa fyrir uppbyggingu leiguíbúða. Starfsfólk á vegum þess er á annað þúsund.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.