Sjómannadagsráð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sjómannadagsráð í Reykjavík og Hafnarfirði er samband stéttarfélaga sjómanna á höfuðborgarsvæðinu og var það stofnað í Reykjavík 25. nóvember 1937 af ellefu stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem hvert félag tilnefndi 2 fulltrúa.

Tilgangur og markmið Sjómannadagsráðs er meðal annars: Að heiðra minningu látinna sjómanna, að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna, að afla fjár til þess að reisa og reka dvalarheimili, hjúkrunarheimili, vistunar- og endurhæfingaraðstöðu, íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur, að stuðla að byggingu og rekstri orlofshúsa, sumardvalarheimila og alhliða orlofsstarfsemi fyrir sjómenn.


Að Sjómannadagsráði í Reykjavík og Hafnarfirði standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna:

  • - Félag skipstjórnarmanna
  • - Félag vélstjóra og málmtæknimanna
  • - Sjómannafélag Íslands
  • - Félag íslenskra loftskeytamanna
  • - Sjómannafélag Hafnafjarðar
  • - Félag bryta
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.